Sony Xperia X - Margir notendareikningar

background image

Margir notendareikningar

Tækið þitt styður marga notendareikninga þannig að mismunandi notendur geta skráð

sig inn á tækið og notað það. Margir notendareikningar eiga vel við ef þú deilir tæki með

öðrum eða lánar öðrum tækið um stundarhríð. Notandinn sem stillir tækinu upp í fyrsta

sinn verður eigandi tækisins. Aðeins eigandinn getur haft umsjón með reikningum annarra

notenda. Tvær gerðir reikninga eru í boði, utan eigandareiknings:

Reglulegur notandi: Þessi gerð hentar þeim sem notar tækið þitt reglulega.

Gestanotandi: Virkjaðu þennan möguleika fyrir þá sem nota tækið þitt tímabundið.

Sumir eiginleikar eru aðeins í boði fyrir eigandann. Til dæmis getur aðeins eigandinn leyft

niðurhal frá öðrum stöðum en Google Play™.

Um reikning reglulegra notenda

Með því að bæta við reikningum reglulegra notenda getur hver notandi haft sinn

heimaskjá, veggfóður og almennar stillingar. Þeir fá líka sinn aðgang að forritum og

minnisgeymslu fyrir skrár, t.d. fyrir tónlist og myndir. Hægt er að hafa allt að sjö reikninga

fyrir reglulega notendur í tækinu.

Reglulegum notandareikningi bætt við

1

Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn sem eigandi, það er, notandinn sem

setti tækið upp í fyrsta sinn.

2

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Notendur > Bæta notanda við.

4

Pikkaðu á

Í lagi. Nýi reikningurinn er búinn til.

5

Pikkaðu á

SETJA UPP NÚNA. Skjárinn læsist og tákn fyrir nýlega viðbættan

notanda birtist efst í hægra horninu.

6

Opnaðu skjáinn með því að strjúka upp.

7

Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til þess að setja upp reikninginn fyrir

notandann.

Þú getur líka bætt við reglulegum notandareikningi frá stöðustikunni á hvaða skjá sem er.

Dragðu stöðustikuna einfaldlega alveg niður og pikkaðu á notandatáknið og síðan á

Bæta

notanda við.

Venjulegum notandareikningi eytt úr tækinu

1

Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn sem eigandi.

2

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Notendur.

4

Pikkaðu á við hliðina á nafni notandans sem þú vilt eyða og svo á

Fjarlægja

notanda > Eyða .

Um reikning gestanotenda

Ef einhver notar tækið bara tímabundið er hægt að búa til gestareikning fyrir viðkomandi

notanda. Í gestastillingu ræsist tækið í upphafsástandi kerfisins þar sem aðeins eru forrit

sem eru fyrirfram uppsett. Þegar gesturinn er hættur að nota tækið er hægt að hreinsa

lotuna svo næsti gestur geti byrjað frá grunni. Reikningur gestanotanda er fyrirfram

uppsettur og ekki er hægt að eyða honum.

Gestareikningur virkjaður

1

Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn sem eigandi, það er, notandinn sem

setti tækið upp í fyrsta sinn.

2

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Notendur > Gestur.

Þú getur líka virkjað gestareikning á stöðustiku allra skjáa. Dragðu stöðustikuna einfaldlega

alveg niður og pikkaðu á notandatáknið og síðan á

Bæta við gesti.

63

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Gögn gestalotu hreinsuð

1

Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn á gestareikninginn.

2

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Notendur.

4

Finndu og pikkaðu á

Fjarlægja gest.

5

Pikkaðu á

Fjarlægja.

Þú getur einnig hreinsað gestalotuna úr stöðustikunni á hvaða skjámynd sem er, svo lengi sem

þú ert skráð(ur) inn á gestareikning. Dragðu bara stöðustikuna niður og pikkaðu á

notandatáknið og svo á

Fjarlægja gest.

Skipt á milli margra notendareikninga

Skipt milli margra notandareikninga

1

Til að skoða lista af notendum dregurðu stöðustikuna niður á við með tveimur

fingrum, pikkar síðan á notandatáknið efst til hægri á skjánum.

2

Pikkaðu á táknið sem sýnir notandareikninginn sem þú vilt skipta yfir í. Lásskjárinn

fyrir notandareikninginn birtist.

Þegar þú skiptir yfir í gestareikninginn pikkarðu á

Byrja aftur ef þú vilt hreinsa síðustu lotu eða

pikkar á

Já, halda áfram til að halda áfram í fyrri lotu.

Stillingar fyrir marga notendareikninga

Þrenns konar stillingar eru í boði fyrir tæki með marga notendur:

Stillingar sem allir notendur geta breytt og hafa áhrif á alla notendur. Sem dæmi má nefna

tungumál, Wi-Fi, flugstillingu, NFC og Bluetooth®.

Stillingar sem aðeins hafa áhrif á einstaka notendareikninga. Sem dæmi má nefna

sjálfvirka samstillingu gagna, skjálás, reikninga sem bætt er við og veggfóður.

Stillingar sem aðeins eru sýnilegar eigandanum og hafa áhrif á alla notendur, t.d. VPN-

stillingar.

64

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.